Umhverfisstefna

Virðing fyrir umhverfi okkar, dýrum og náttúru landsins er okkur hjartans mál og því leggjum við áherslu á að umgangast hvort tveggja af virðingu.

Þess vegna ætlum við að vera í fararbroddi með náttúrulegar, umhverfisvænar og aukefnalausar vörur fyrir gæludýr og jafnframt að uppfylla gildandi lög og reglugerðir á sviði umhverfismála.

Áherslur Dýrabæjar í umhverfismálum eru:

  • að vera í fararbroddi með náttúrulegar, umhverfisvænar og aukefnalausar vörur fyrir gæludýr
  • að uppfylla kröfur í lögum og reglugerðum um umhverfismál
  • að flokka allan úrgang frá fyrirtækinu
  • að nota eingöngu vistvæn hreinsiefni þar sem því verður við komið
  • að vera meðvituð um umhverfismál almennt
  • að kappkosta að hafa snyrtimennsku í fyrirrúmi og vera öðrum til fyrirmyndar í þeim efnum
  • að vera dýravænn staður þar sem áhersla er lögð á vellíðan gæludýra í lifandi og skemmtilegu umhverfi
  • að vera eigendum gæludýra til ráðgjafar um heilnæmar umhverfisvænar vörur, sem styðja við almennt heilbrigði þeirra og vellíðan
  • að hvetja eigendur gæludýra til þrifnaðar í kringum dýrin og gæta þess að þau valdi ekki óþrifnaði með umgengni sinni
  • að umhverfisstefnan og framkvæmd hennar sé sýnileg almenningi og verði þannig öðrum hvatning til að leggja sitt af mörkum, til að vernda umhverfið fyrir komandi kynslóðir.